ERC-verkefni innan Háskóla Íslands hljóta ársfundarverðlaun HÍ 2024

Aðstandendur þeirra rannsóknarverkefna innan Háskóla Íslands sem hlotið hafa veglega styrki frá Evrópska rannsóknaráðinu (European Research Council, ERC) á undanförnum árum hlutu verðlaun skólans fyrir frumkvæði og forystu árið 2024 en þau voru afhent á ársfundi skólans 23. maí. Samanlögð upphæð styrkjanna nemur 16,9 milljónum evra, jafnvirði 2,5 milljarða króna.

Пікірлер