Eldar í iðrum - Rannsókn á þróun náms- og starfsferils

Sif Einarsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við HÍ, fer fyrir alþjóðlegum rannsóknarhópi sem hefur frá árinu 2006 fylgt eftir stórum hópi fólks með það að markmiði kanna hvaða áhrif það hefur á þróun farsæls náms- og starfsferils að velja sér nám og störf sem fólk hefur áhuga á. Rannsóknin hefur m.a. leitt í ljós að áhugi fólks er orðinn mjög mótaður strax við 15-16 ára aldur og að fólk velur smám saman nám og störf sem fellur betur að áhugasviði þess. Rannsóknarhópurinn ýtti nýverið úr vör nýjum kafla í rannsókninni þar sem m.a. er ætlunin að kanna hvort val á námi og störfum í samræmi við áhuga og markmið hefur áhrif á almenna lífsánægju og farsæld í lífi og starfi. Sif segir hér frá rannnsókninni.

Пікірлер

    Келесі