Kveikja - Spark Social

Aurora-samstarfsnetið stendur saman að námskeiðinu Kveikju eða Spark Social fyrir nemdnur aðildarháskólanna. Námskeiðið fer að mestu fram í fjarnámi og markmið þess er í senn að efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun og um leið gefa nemendum skarpari sýn á eigin styrkleika. Námskeiðið sækja nemendur úr afar ólíkum námsgreinum og vinna saman að lausnum við áskorunum sem tengjast beint heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, eins og leiðum til að draga úr fátækt og minnka matarsóun. „Að taka þátt Kveikju skapar ekki bara frábært tækifæri til að greina vandamál og í stað þess að kvarta undan þeim að finna leiðir til að leysa þau,“ segir einn nemendanna sem ræðir hér ásamt fleiri nemendum og kennurum um ávinninginn af námskeiðinu.

Пікірлер