HH-Kári / Fótbolti.net bikarinn (samantekt)

Спорт

Fellavöllur 19. júní 2024 - Höttur/Huginn - Kári
Leikurinn sem upphaflega átti að verða fyrsti heimaleikur HH á Vilhjálmsvelli var á síðustu stundu flutter á Fellavöll þar sem bikarveisla var haldin í grenjandi rigningu og ekki var rómuðu hitastigi Fellabæjar fyrir að fara heldur. En aðstæður komu ekki mikið niður á fótboltanum sem var spilaður á glænýju og vel vökvuðu gervigrasinu.
Það voru heimamenn sem komust yfir á 31. mínútu þegar Bjarki Fannar brunaði einn upp vinstri kantinn, spilaði laglega inn að miðju og skoraði í bláhornið með góðu skoti rétt innan við vítateigsbogannn og þannig stóðu leikar i hálfleik. Það voru svo um 20 mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar gestirnir jöfnuðu með frábæru marki með leið eitt. Sending fram allan völlinns, tekin í sporinu og Sigurjón Logi Bergþórsson klíndi boltanum í fjærhornið úr þröngu færi svo Ívar átti ekki séns í markinu. Fjórum mínútum síðar var Kári aftur á ferðinni og núna með sannkallaðan þrumufleyg Þórs Llorens Þórðarsonar langt utan teigs, smurðum í samúel frænda. Engin leið að verja það. HH jók pressuna að marki gestanna sem bar svo loksins árangur á 84. mínútu þegar Björgvin Stefán skoraði auðvelt mark eftir að Kristjáni Hjörvari tókst ekki að hreinsa fyrirgjöf Valdimars af vinstri kanti og þannig var staðan eftir 90 mínútur. Framlengt.
Heimamenn komu svo miklu sprækari til framlengingarinnar og ógnuðu marki gestanna mest alla framlenginguna. Það var hinsvegar ekki fyrr en á 113. mínútu sem Martim tókst að skora með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Bjarka Fannars og sigur i sjónmáli. Það voru engin merki þess að Kára ætlaði að takast að breyta því fyrr en að framlengingin var komin í uppbótartíma að boltinn berst frá hornfána inn i vítateig í tveimur sendingum þar sem Kára er dæmt umdeilt víti á síðustu andartökum leiksins. Á punktinn steig varamaðurinn Þór Llorens Þórðarson sem skorar örugglega, sendi Ívar í rangt horn. Leikurinn orðinn 6 marka og vítakeppni niðurstaðan.
Það var eins og allur vindur væri úr heimamönnum þegar kom að vítunum og markmaður Kára dottinn eitthvað bikarstuð. Svo fór að HH nýtti aðeins tvær af 5 spyrnum sínum og lokastaðan því öruggur sigur þriðjudeilarliðsins sem fer syngjandi heim eftir góða ferð austur.
leikskýrsla:
www.hotturhuginn.net

Пікірлер

    Келесі