Vísnakvöld Kveðanda, júlí 2008

Музыка

Í tilefni af því að pabbi minn, Hreiðar Karlsson, hefði orðið sjötugur í dag (16. desember 2014) set ég hér inn brot frá vísnakvöldi Kveðanda 24. júlí 2008 á Mærudögum á Húsavík. Kveðskapur var nú pabba ekki minna hjartfólgið áhugamál heldur en sú tónlist sem ég stunda að dæla hér inná KZread þannig að það er við hæfi að einhver brot af hans vísum rati hingað.
Upptakan er ansi lituð af því að mig langaði að eiga pabba á myndbandi við þessa uppáhaldsiðju sína, en þarna er þó úrval af öðru góði fólki einnig. Má þar nefna Einar Georg Jónsson, Njál Þórðarson, Hólmfríði Bjartmarsdóttur, Þorfinn Jónsson, Hlyn Snæbjörnsson og skemmtuninni stýrir svo Ódda (Ósk Þorkelsdóttir). Hið goðsagnakennda Strákaband lýkur svo upptökunni!

Пікірлер

    Келесі