Jesús var dauðarokkari - Um sláandi myndmál skírdags

Sigurvin Lárus Jónsson
Með ögrandi myndmáli opinberar Jesús ranglæti þeirra stofnana sem beittu völdum í samfélagi síns tíma og skorar á okkur sem viljum fylgja fordæmi hans að gera slíkt hið sama. Í grasagarðinum birtust fulltrúar þess, sem sáu enga aðra leið færa en að þagga niður í uppreisnarmanninum, og í stað þess að berjast gerði hann valdsmennina berskjaldaða með því að ganga ofbeldinu á hönd. Hversu oft höfum við orðið vitni að slíkri þöggun í okkar menningu. Valdið fékk sínu fram en sú rödd sem Jesú hóf upp og snýr valdskipulagi og stofnanavæddu ofbeldi heimsins á hvolf verður aldrei þögguð. Jesús var dauðarokkari, vegna þess að ögrun hans og sláandi myndmál leitaði út fyrir mörk þess sem þykir boðlegt, í þeim tilgangi að vekja okkur upp af værum svefni.

Пікірлер